Innlent

Vélarvana bátur á Seyðisfirði

Mynd/Einar Bragi
Landhelgisgæslunni barst rétt eftir klukkan sex neyðarkall frá vélarvana  skipi sem leki hafði komið að í miðjum Seyðisfirði. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að fjórir menn séu um borð í bátnum og segja þeir að dælur bátsins hafi vel undan auk þess sem ágætt veður er á svæðinu.

Landhelgisgæslan hafði samstundis samband við sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á svæðinu og eru nú harðbotnabjörgunarbátar frá Seyðisfirði og Norðfirði, auk björgunarskipsins Hafbjargar frá Norðfirði á leið til aðstoðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×