Innlent

Jóhanna fundar með forystumönnum stjórnarandstöðunnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir freistar þess nú að reyna að ná sátt um þinglok.
Jóhanna Sigurðardóttir freistar þess nú að reyna að ná sátt um þinglok. Mynd/ Stefán.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sitja nú og ráða ráðum sínum um það hvernig hægt verður að ná samkomulagi um stjórnarráðsfrumvarpið svokallaða.

Þingfundir hafa staðið fram á rauða nótt undanfarna sólarhringa til þess að ræða frumvarpið. Haustþingi átti að ljúka fyrr í vikunni en ekki hefur tekist að klára þau mál, svo sem stjórnarráðsfrumvarpið og gjaldeyrishaftafrumvarpið.

Þingfundur átti að hefjast klukkan hálfellefu í morgun en honum hefur verið frestað fimm sinnum því ekki hefur tekist að ná samkomulagi um það hvernig dagskráin á að vera.

----------------

Viðbót klukkan 13:34

Þingfundur hófst að nýju upp úr klukkan hálftvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×