Innlent

Enn allt á huldu um milljónamæringinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hinn heppni íslenski Víkingalottóspilari sem vann 50 milljónir á miðvikudaginn hefur enn ekki gefið sig fram við Íslenska getspá. Þegar dregið var á miðvikudagskvöldið reyndust þrír heppnir spilarar vera með allar tölur réttar. Auk Íslendingsins var einn frá Noregi og einn frá Finnlandi. Íslendingurinn stálheppni keypti sér einnar raða miða í Jolla í Hafnarfirði og kostaði miðinn aðeins 50 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×