Innlent

Mikið um árekstra í rigningunni

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Í dag og í gær  hafa starfsmenn Áreksturs.is aðstoðað ökumenn , við að fylla út tjónaform,  í meira en 50 árekstrum, sem orðið hafa á höfuðborgarsvæðinu.

Í mörgum þessara árekstra má rekja orsökina fyrir rigningu og bleytu á götum borgarinnar. Ökumenn virðast misreikna hemlunarvegalengdina þegar götur eru blautar, meira en helmingur þessara árekstra eru aftanákeyrslur.

Í morgun urðu tveir harðir árekstrar,  annarsvegar á gatnamótum Nökkvavogs og Snekkjuvogs og hinsvegar á gatnamótum Viðarhöfða og Stórhöfða.  Flytja þurfti bifreiðar á brott með kranabifreiðum  frá Krók eftir báða árekstrana.

Um þrjúleytið í dag varð síðan harður árekstur tveggja fólksbifreiða á gatnamótum Listabrautar og Kringlumýrarbrautar. Flytja þurfti báðar bifreiðar á brott með kranabifreiðum.

Seinni partinn í dag varð árekstur milli strætisvagns og fólksbifreiðar á Miklubraut,  tveir farþeganna  strætisvagnsins meiddust lítillega í árekstrinum.

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Vesturlandsvegi við Álafosskvos og ók utan í vegrið. Bifreiðin var óökufær eftir óhappið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×