Innlent

Flugfreyjur skrifa undir kjarasamning

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Nýr kjarasamningur Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair var undirritaður í húsakynnum Ríkissáttasemjara laust eftir miðnætti í gærkvöldi. Samningafundur hafði þá staðið frá því klukkan tíu í gærmorgun samkvæmt vef Morgunblaðsins.

Yfirgnæfandi meirihluti flugfreyja höfðu stutt boðaðar verkfallsaðgerðir í atkvæðagreiðslu en niðurstaða hennar lá fyrir í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×