Innlent

Nýr vígslubiskup vígður á morgun

Kristján Valur Ingólfsson er nýkjörinn vígslubiskup í Skálholtsumdæmi.
Kristján Valur Ingólfsson er nýkjörinn vígslubiskup í Skálholtsumdæmi.
Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, vígir sr. Kristján Val Ingólfsson til embættis vígslubiskups í Skálholtsumdæmi en vígslan fer fram í Skálholtsdómkirkju á morgun.

Séra Kristján hlaut flest atkvæði í kjöri til vígslubiskups eða áttatíu atkvæði af hundrað fjörtíu og tveimur en kosið var á milli hans og Sigrúnar Óskarsdóttur, prests í Árbæjarkirkju.

Kristján hefur gengt ýmsum störfum innan kirkjunnar frá því hann var vígður til prests árið 1974. Hann þjónar nú sem sóknarprestur á Þingvöllum og er verkefnisstjóri helgissiða og kirkjutónlistar á Biskupsstofu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×