Innlent

Útihátíð fyrir matgæðinga

Íslenskar sultur, pylsur, salt og sælgæti var meðal þess sem hægt var að finna á útimarkaði í tilefni matarhátíðarinnar Full borg matar sem nú fer fram í Reykjavík.

Full Borg Matar er matar- og uppskeruhátíð tileinkuð íslenskum mat og matarmenningu. Hátíðin stendur nú sem hæst og í dag var boðið upp á markað í garðinum á veitingahúsinu Hressó. Þar var hægt að smakka og kaupa vörur og varning beint frá framleiðendum, t.d. íslenskt grænmeti, heimagerða osta og te úr íslenskum jurtum svo eitthvað sé nefnt.

Allt var þetta einstaklega gómsætt og greinilega mikið um hugmyndaríka Íslendinga, til dæmis pylsumeistarinn sem kynnti íslenskar einiberjapylsur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×