Innlent

Bátsferðum til Vestmannaeyja aflýst

Öllum ferðum Baldurs milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Ekki er hægt að nota Þorlákshöfn við þessar aðstæður.

Flugfélagið Ernir stefnir hins vegar að því að fljúga til Eyja. Flogið verður tvisvar frá Reykjavíkurflugvelli, kl. 10:30 og 17:30. Þá verður flogið tvisvar frá Eyjum, kl: 11:20 og 18:20. Rétt er þó að taka fram að flugmenn Ernis eiga eftir að taka lokaákvörðun um hvort flogið verði. Samkvæmt upplýsingum félagsins verður hún tekin um kl: 10:00 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×