Innlent

Ökumenn fastir á suðurlandi

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Björgunarsveitin Kyndill á Kirkjubæjarklaustri var kölluð út laust fyrir klukkan 11 í dag. Ástæðan var ökumenn sem fest höfðu bíla sína og voru aðstoðar þurfi.

Annars vegar var um að ræða veiðimenn sem festu bifreið sína neðst á Skeiðarársandi og hins vegar ferðamenn sem voru á leið að Lakagígum en festust við Efri-Vík.

Þegar hafa tveir björgunarhópar verið sendir til aðstoðar og reiknað með að vel gangi að liðsinna ökumönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×