Erlent

Þrýsta á afsögn Berlusconi

Silvio Berlusconi fagnar ekki góðu gengi þessa dagana.
Silvio Berlusconi fagnar ekki góðu gengi þessa dagana. Mynd/AFP
Silvio Berlusconi stendur nú frammi fyrir meiri háttar þrýstingi um að hann láti af völdum, eftir að afrit af símtölum hans voru birt á Ítalíu um helgina. Í einu símtali stærir hann sig af því að hafa sofið hjá átta stelpum meðan fleiri biðu í röð við herbergisdyr hans. Í öðru segist vera „forsætisráðherra í frítíma sínum".

Stjórnarandstaða Ítalíu segir að land sem á í miklum vandræðum með skuldavandamál hafi ekki efni á leiðtoga sem „stjórnar í frítíma sínum".

„Er einhver vitræn ástæða fyrir því að Berlusconi ætti ekki að segja af sér?" spyr Pier Luigi Bersani, leiðtogi eins andstöðuflokksins. „Þetta er mjög alvarlegt mál," bætir hann við.

Berlusconi hefur gegnum tíðina hangið við stjórnvölinn þrátt fyrir ítrekuð hneyksli og málaferli. Meðal annars var hann sakaður um að borga fyrir kynlíf með ungri stúlku, en það er ólöglegt á Ítalíu.

Því er þó ekki að neita að þetta nýja hneyksli ber upp á viðkvæmum tímum. Berlusconi glímir við efnahagsvanda, lítið lánstraust, ósátta samstarfsmenn og vaxandi óvinsældir.


Tengdar fréttir

Berlusconi montar sig af kynlífi

Glaumgosinn Silvio Berlusconi varð fyrir enn einu áfallinu í dag þegar fjölmiðlar á Ítalíu birtu afrit af símtölum hans þar sem hann montar sig af því að 11 stúlkur bíði í röð fyrir utan dyrnar hjá honum eftir því að fá að hafa við hann kynmök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×