Erlent

Tugir fórust í skálftanum í Nepal

Mynd/AP
Nú er ljóst að fjörutíu og átta létust hið minnsta í jarðskjálfunum sem skóku Nepal og Norð-austur Indland í gær. Fyrsti skjálftinn mældist 6,9 stig og fannst hann í allt að þúsund kílómetra fjarlægð frá upptökunum en á eftir fylgdu tveir stórir eftirskjálftar. Þrír létust í breska sendiráðinu í höfuðborg Nepals Katmandú en mesta tjónið varð í Sikkim héraði í Nepal. Rafmagnslaust er á svæðinu og samgöngur úr skorðum og óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka mikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×