Erlent

500 manns í skýrslutöku vegna morðs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglumenn við Stepping Hill spítalann. Mynd/ AFP.
Lögreglumenn við Stepping Hill spítalann. Mynd/ AFP.
Lögreglumenn í Manchester þurfa að taka skýrslur af hundruðum manna í leitt sinni að manni sem grunaður er um að hafa orðið allt að sjö manns til bana á Stepping Hill spítalanum í Manchester. Talið er að eitrað hafi verið fyrir hinum látnu. Rebecca Leighton, 27 ára gamall hjúkrunarfræðingur við spítalann, var grunuð um verknaðinn. Málið gegn henni var látið niður falla í gær vegna skorts á sönnunargögnum. Málið gegn henni gæti þó verið tekið upp aftur ef frekari sönnunargögn finnast.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×