Erlent

Fannst brunninn í bíl sínum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan í Danmörku rannsakar málið. Mynd/ AFP.
Lögreglan í Danmörku rannsakar málið. Mynd/ AFP.
Karlmaður fannst brunninn inn í bifreið sinni í bænum Frederikshavn í Danmörku í morgun. Lögreglan var kölluð á vettvang klukkan tíu í morgun og hefur rannsakað málið síðan þá. Ekki höfðu verið borin kennsl á manninn á hádegi í dag að dönskum tíma. Bíllinn, sem er af gerðinni Mazda 626, fannst á Katsigvej við Katsig Bakker. Bent Højgaard, varðstjóri hjá lögreglunni, segir að líkið hafi verið nokkuð sviðið. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til saknæms athæfis í tengslum við andlát mannsins en lögreglan útilokar þó ekkert á þessari stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×