Erlent

Hermenn Gaddafís flýja til Níger

Mynd/ap
Þungvopnuð bílalest frá Líbíu fór í nótt yfir landamærin að Níger. Talið er að um sé að ræða afríska hermenn sem ráðnir voru af Múammar Gaddafí til þess að berjast við uppreisnarmenn í landinu. Ekki er talið líklegt að Gaddafí sjálfur eða einhver úr fjölskyldu hans sé í lestinni en talsmaður leiðtogans fyrrverandi sagði í gærkvöldi að Gaddafí væri enn í Líbíu og við góða heilsu.

Þó herma óstaðfestar fregnir að í bílalestinni séu einnig vel vopnaðir líbískir hermenn sem rennir stoðum undir þær sögur að Gaddafí hafi flúið land. Afríkuríkið Búrkína Fasó hefur boðið honum hæli og hann þyrfti að ferðast í gegnum Níger til þess að komast þangað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×