Erlent

Irene orðin fellibylur

Puerto Rico
Puerto Rico Myndin er úr safni
Hitabeltisstormurinn Irene náði nú fyrr í dag styrk fellibyls. Óveðrið fór í dag yfir Puerto Rico og stefnir í átt að Dóminíska lýðveldinu og Haiti.

Í Puerto Rico eru allir skólar lokaðir, 120.000 manns eru án rafnmagns og fjöldi fólks hefur leitað í neyðarskjól. Veðurfræðingur segir storminn nú fyrst verða hættulegan og hann verði það áfram í nótt.

Irene er fyrsti fellibylur á tímabilinu og jafnvel er gert ráð fyrir hann valdi usla í Flórída og Georgíu í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir

Fellibylur nálgast Púertó Ríkó

Talið er að hitabeltisstormurinn Irene sem gengið hefur yfir sunnan við Puerto Rico síðustu vikur geti breyst í kraftmikinn fellibyl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×