Erlent

Þrír synir Gaddafís nú í haldi

Sumar sögur segja að Gaddafí sé flúinn land.
Sumar sögur segja að Gaddafí sé flúinn land.
Þrír synir Gaddafís hafa verið teknir höndum, þar á meðal Saíf, sem talinn var líklegastur til þess að taka við af föður sínum. Ekkert hefur þó frést af Gaddafí sjálfum en talsmaður uppreisnarmanna segist telja að hann fari annað hvort huldu höfði í höfuðborginni eða þá að hann hafi flúið til suðurhluta landsins og jafnvel yfir til nágrannaríkjanna Tsjad eða Alsír.

Þrátt fyrir litla mótspyrnu í gærkvöldi hafa stuðningsmenn Gaddafís þó bitið frá sér í dag og hefur harður bardagi geisað við höfuðstöðvar hans í borginni. Stuðningsmenn hans hafa beitt skriðdrekum í baráttunni við uppreisnarmenn en litlar fregnir hafa borist af mannfalli. Talsmaður líbísku ríkisstjórnarinnar staðhæfði þó í gærkvöldi að þrettán hundruð manns hafi fallið frá því uppreisnarmenn hófu innreið sína í Trípóli. Þessar tölur hafa þó ekki verið staðfestar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×