Erlent

Kennarar þurfa að kunna á Facebook

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Norskur prófessor segir mikilvægt að kennarar kunni á Facebook. Mynd/ AFP.
Norskur prófessor segir mikilvægt að kennarar kunni á Facebook. Mynd/ AFP.
Kennarar verða að læra að nota samfélagsmiðla annars geta þeir ekki skilið í hverslags heimi nemendur þeirra lifa í. Þetta segir Arne Krokan prófessor við Stofnun í félagsfræði og stjórnmálafræði í Noregi.

„Ég tel að það sé alger synd að vera ekki á Facebook. Þeir hreinlega verða að vera þar vegna þess að annars skilja þeir ekki í hvaða heimi nemendurnir búa í," segir Krokan í samtali við norska ríkisútvarpið.

Þrjúhundruð kennarar frá Østfold í Noregi voru á föstudag á námskeiði þar sem fjallað var um notkun á samfélagssíðum. Þar kom fram að helmingur kennaranna hafði ekki aðgang að Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×