Erlent

Að minnsta kosti sextán látnir í Abuja

Byggingin er mjög illa farin enda um öfluga sprengju að ræða.
Byggingin er mjög illa farin enda um öfluga sprengju að ræða. Mynd/AP
Nú er ljóst að í það minnsta sextán eru látnir eftir að bílsprengja sprakk við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Abuja höfuðborg Nígeríu í morgun. Tugir eru sárir og margir þeirra sagðir í lífshættu. Sprengingin var gríðarlega öflug og lagði neðstu hæðir byggingarinnar í rúst.

Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur fordæmt árásina og segir hana árás á þá sem hafi helgað líf sitt því að hjálpa öðrum.

Ekki er ljóst hverjir stóðu að árásinni en starfsmaður Sameinuðu þjóðanna segir að um nokkurt skeið hafi verið vitað að íslömsku öfgasamtökin Boko Haram hafi undirbúið árásir á samtökin en þau eru staðsett í Nígeríu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×