Innlent

Mæður og ömmur hjartveikra barna fengu fyrstu glossin

Fyrstu glossin voru afhent í dag en átakið hefst á morgun
Fyrstu glossin voru afhent í dag en átakið hefst á morgun Mynd Vilhelm
Góðgerðafélagið „Á allra vörum" afhenti í dag fyrstu Dior-glossin nokkrum mæðrum og ömmum sem allar hafa kynnst því á eigin skinni að eiga hjartveik börn.

Átakið hefst formlega á morgun en um er að ræða fjórðu landssöfnun samtakanna.

Í ár beinir „Á allra vörum" kastljósinu að Neistanum og málefnum hjartveikra barna, en um 70 börn greinast með hjartagalla árlega. Sérstakt hjartatæki fyrir börn á Barnaspítala Hringsins er nú komið til ára sinna og er veruleg vöntun á endurnýjun. Mikið álag er á tækið þar sem það er eitt sinnar tegundar á landinu og notað oft á dag til að greina tilfelli í fóstrum svo og nývoðungum.

„Það er með gleði og bjartsýni í hjarta sem við leggjum af stað í þessa fjórðu ferð okkar því málefnið er bæði þarft og viðráðanlegt. Tilhugsunin um að svona tæki bjargi litlum mannslífum og hjörtum barnanna okkar, gerir það einnig auðveldara og vonumst við stöllur til þess að þjóðin taki okkur jafn vel og undanfarin ár", segir Gróa Ásgeirsdóttir ein forsvarskvenna félagsins.

Átakið hefst 12. ágúst og þá með sölu á hinum landsþekktu „Á allra vörum" varaglossum frá Dior. Tveir nýir litir verða í boði og fást þeir hjá viðurkenndum Dior snyrtivöruverslunum um land allt. Einnig verður hægt að panta gloss hjá Neistanum, Síðumúla 6




Fleiri fréttir

Sjá meira


×