Ungir skákunnendur heiðraðir fyrir söfnunarstarf 11. ágúst 2011 15:38 Fríður hópur skákungmenna hlaut viðurkenningu fyrir framlag sitt til Sómalíusöfnunar Rauða krossins. Mynd/Rauði Krossinn Rauði kross Íslands heiðraði í morgun ungmennin sem stóðu fyrir skákhátíðinni „Við erum ein fjölskylda" um síðustu helgi, en þau söfnuðu alls einni milljón króna í tveggja daga skákmaraþoni sem þau héldu til styrktar Sómalíu. Á sama tíma tók símasöfnun Rauða Krossins einnig mikinn kipp og bættist þar við um ein milljón króna að auki. Um 20 börn tóku þátt í maraþoninu og segir í fréttatilkynningu frá Rauða krossinum að samtökin séu þeim ákaflega þakklát fyrir framtakið. Fulltrúar Rauða Krossins litu í þakkarskyni inn á æfingu hjá Skákakademíunni í morgun þar sem hinir öflugu skákkrakkar tóku á mótu viðurkenningarskjölum, en peningarnir sem safnað var verða notaðir til hjálparstarfs í Sómalíu þar sem talið er að um 1.2 milljónir barna þarfnist neyðaraðstoðar. Upphæðin sem safnaðist dugar til að kaupa bætiefnaríkt hnetusmjör til að hjúkra um 1.300 alvarlega vannærðum börnum til heilbrigðis. Það voru Skákakademía Reykjavíkur og Skáksamband Íslands sem stóðu fyrir maraþonskákhátíðinni í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar tefldu mörg efnilegustu börn og unglingar landsins við gesti og gangandi, en mótherjar krakkanna borguðu upphæð að eigin vali. Áfram verður tekið á móti framlögum í síma Rauða krossins, 904-1500, og þá bætast við 1.500 kr. við næsta símreikning. Einnig er hægt að styrkja neyðaraðstoð Rauða krossins í Sómalíu með því að greiða inn á reikning hjálparsjóðs í banka 0342, hb. 26, reikn. 12, kt. 530269-2649. Þá munu öll áheit fyrir Rauða krossinn í Reykjavíkurmaraþoninu þann 20. ágúst renna í Sómalíusöfnunina. Á næstu vikum og mánuðum munu Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn veita um 50.000 börnum aðstoð á næringarmiðstöðvum hreyfingarinnar, og dreifa matvælum til um einnar milljónar manna. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Rauði kross Íslands heiðraði í morgun ungmennin sem stóðu fyrir skákhátíðinni „Við erum ein fjölskylda" um síðustu helgi, en þau söfnuðu alls einni milljón króna í tveggja daga skákmaraþoni sem þau héldu til styrktar Sómalíu. Á sama tíma tók símasöfnun Rauða Krossins einnig mikinn kipp og bættist þar við um ein milljón króna að auki. Um 20 börn tóku þátt í maraþoninu og segir í fréttatilkynningu frá Rauða krossinum að samtökin séu þeim ákaflega þakklát fyrir framtakið. Fulltrúar Rauða Krossins litu í þakkarskyni inn á æfingu hjá Skákakademíunni í morgun þar sem hinir öflugu skákkrakkar tóku á mótu viðurkenningarskjölum, en peningarnir sem safnað var verða notaðir til hjálparstarfs í Sómalíu þar sem talið er að um 1.2 milljónir barna þarfnist neyðaraðstoðar. Upphæðin sem safnaðist dugar til að kaupa bætiefnaríkt hnetusmjör til að hjúkra um 1.300 alvarlega vannærðum börnum til heilbrigðis. Það voru Skákakademía Reykjavíkur og Skáksamband Íslands sem stóðu fyrir maraþonskákhátíðinni í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar tefldu mörg efnilegustu börn og unglingar landsins við gesti og gangandi, en mótherjar krakkanna borguðu upphæð að eigin vali. Áfram verður tekið á móti framlögum í síma Rauða krossins, 904-1500, og þá bætast við 1.500 kr. við næsta símreikning. Einnig er hægt að styrkja neyðaraðstoð Rauða krossins í Sómalíu með því að greiða inn á reikning hjálparsjóðs í banka 0342, hb. 26, reikn. 12, kt. 530269-2649. Þá munu öll áheit fyrir Rauða krossinn í Reykjavíkurmaraþoninu þann 20. ágúst renna í Sómalíusöfnunina. Á næstu vikum og mánuðum munu Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn veita um 50.000 börnum aðstoð á næringarmiðstöðvum hreyfingarinnar, og dreifa matvælum til um einnar milljónar manna.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira