Erlent

Litli prinsinn mættur í skólann

MYND/Getty
Í dag hóf prins Christian, sonur Friðriks krónprins Danmerkur og Maríu konu hans, skólagöngu sína. Christian er fyrsti prinsinn í sögu Danmerkur sem hefur skólagöngu sína í almennum grunnskóla en það er Tranegårdsskolen i Gentofte.

Faðir hans, Friðrik eins og Jóakim prins voru hinsvegar sendir í einkaskóla þegar þeir urðu sex ára gamlir, sem og synir Jóakims. Bæði Friðrik og María munu fylgja syni sínum í skólann í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×