Erlent

Bandaríkjamanni rænt í Pakistan

Fyrir utan hús mannsins
Fyrir utan hús mannsins Mynd/AFP
Sextíu og þriggja ára bandarískum karlmanni var rænt af átta vopnuðum mönnum í borginni Lahore í Pakistan í morgun. Ræningjarnir komu á nokkrum bílum að heimili mannsins og yfirbuguðu öryggisverði hans og námu hann síðan á brott.

Maðurinn hefur búið í borginni í sjö ár og átti hann að snúa til Bandaríkjanna á mánudaginn. Vegartálmum hefur verið komið fyrir í kringum borgina til að koma í veg fyrir að ræningjarnir fari með hann til nærliggjandi borga.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á mannráninu en mannrán eru nokkuð algeng í Pakistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×