Segir að óeirðirnar muni setja varanlegan svip á breskt samfélag 14. ágúst 2011 12:02 Frá óeirðunum í Lundúnum í síðust viku. Mynd/AFP David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að óeirðarseggjum og skemmdarvörgum verði ekki sýnd nein miskunn, en alls hafa 1.276 verið handteknir. Cameron telur að óeirðirnar í Lundúnum muni setjan varanlegan svip á breskt samfélag. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að menn hafi gefið alls kyns skýringar á því sem gerðist í síðust viku, en óeirðirnar og skemmdarverkin í Bretlandi í síðustu viku séu einfaldlega glæpsamleg. Einungis fámennur hópur sé reiðubúinn til þess að brjóta af sér en um 100 þúsund fjölskyldur í Bretlandi standi afar illa fjárhagslega og félagslega. Þessar fjölskyldur kosti þjóðfélagið hundruð milljóna punda. Cameron segir í samtali við Sunday Telegraph í dag að þessar fjölskyldur þurfi á hjálp að halda og bresk stjórnvöld muni reyna að veita hana. Cameron segist ætla að innleiða harða stefnu gegn smáglæpum. Ekkert umburðarlyndi eða „zero-tolerance" stefna verður innleidd og hefur Cameron fengið Bill Bratton, fyrrum lögreglustjóra í Los Angeles og New York, til að veita bresku lögreglunni ráðgjöf og aðstoð. Bratton náði miklum árangri í New York eftir að Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjório, innleiddi þar nýja stefnu árið 1993 og fækkaði glæpum í borginni mikið eftir það.David Cameron, forsætisráðherra Bretlands Cameron, sem var gagnrýndur fyrir að snúa ekki strax heim úr sumarleyfi sínu í Toskana-héraði á Ítalíu til að bregðast við óeirðunum, segir við Sunday Telegraph að bresk stjórnvöld verði að sýna að öllum smáglæpum eins og eignaspjöllum verði tekið með mikilli hörku af lögreglu og dómstólum. Að öðrum kosti sé stutt í alvarlegri afbrot eins og vopnuð rán hjá afbrotamönnum sem fái að leika lausum hala. Cameron telur að óeirðirnar séu „risavaxinn atburður í lífi þjóðarinnar" og að það sem gerðist muni breyta ákveðnum hlutum til frambúðar og setja varanlegan svip á breskt samfélag. Alls voru 1.276 handteknir í tengslum við óeirðirnar í síðustu viku, en flestar handtökurnar voru í Lundúnum. Af þeim sem voru handteknir hafa 748 verið ákærðir. Fulltrúar lögreglunnar í Lundúnum segjast búast við handtökur vegna búðarhnupls, ofbeldis og skemmdarverka gætu orðið alls 3000 í borginni. Nick Clegg, varaforsætisráðherra, sagði í gær að bresk stjórnvöld myndu láta framkvæma sérstaka rannsókn á ástæðum óeirðanna og því sem gerðist í síðustu viku. Clegg sagði að það þyrfti að liggja fyrir hvers vegna þetta hefði aðeins gerst í sumum borgum. Þá þyrfti að athuga hvort skemmdarvargarnir ættu eitthvað sameiginlegt og úr hvaða þjóðfélagshópum þeir kæmu. thorbjorn@stod2.is Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að óeirðarseggjum og skemmdarvörgum verði ekki sýnd nein miskunn, en alls hafa 1.276 verið handteknir. Cameron telur að óeirðirnar í Lundúnum muni setjan varanlegan svip á breskt samfélag. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að menn hafi gefið alls kyns skýringar á því sem gerðist í síðust viku, en óeirðirnar og skemmdarverkin í Bretlandi í síðustu viku séu einfaldlega glæpsamleg. Einungis fámennur hópur sé reiðubúinn til þess að brjóta af sér en um 100 þúsund fjölskyldur í Bretlandi standi afar illa fjárhagslega og félagslega. Þessar fjölskyldur kosti þjóðfélagið hundruð milljóna punda. Cameron segir í samtali við Sunday Telegraph í dag að þessar fjölskyldur þurfi á hjálp að halda og bresk stjórnvöld muni reyna að veita hana. Cameron segist ætla að innleiða harða stefnu gegn smáglæpum. Ekkert umburðarlyndi eða „zero-tolerance" stefna verður innleidd og hefur Cameron fengið Bill Bratton, fyrrum lögreglustjóra í Los Angeles og New York, til að veita bresku lögreglunni ráðgjöf og aðstoð. Bratton náði miklum árangri í New York eftir að Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjório, innleiddi þar nýja stefnu árið 1993 og fækkaði glæpum í borginni mikið eftir það.David Cameron, forsætisráðherra Bretlands Cameron, sem var gagnrýndur fyrir að snúa ekki strax heim úr sumarleyfi sínu í Toskana-héraði á Ítalíu til að bregðast við óeirðunum, segir við Sunday Telegraph að bresk stjórnvöld verði að sýna að öllum smáglæpum eins og eignaspjöllum verði tekið með mikilli hörku af lögreglu og dómstólum. Að öðrum kosti sé stutt í alvarlegri afbrot eins og vopnuð rán hjá afbrotamönnum sem fái að leika lausum hala. Cameron telur að óeirðirnar séu „risavaxinn atburður í lífi þjóðarinnar" og að það sem gerðist muni breyta ákveðnum hlutum til frambúðar og setja varanlegan svip á breskt samfélag. Alls voru 1.276 handteknir í tengslum við óeirðirnar í síðustu viku, en flestar handtökurnar voru í Lundúnum. Af þeim sem voru handteknir hafa 748 verið ákærðir. Fulltrúar lögreglunnar í Lundúnum segjast búast við handtökur vegna búðarhnupls, ofbeldis og skemmdarverka gætu orðið alls 3000 í borginni. Nick Clegg, varaforsætisráðherra, sagði í gær að bresk stjórnvöld myndu láta framkvæma sérstaka rannsókn á ástæðum óeirðanna og því sem gerðist í síðustu viku. Clegg sagði að það þyrfti að liggja fyrir hvers vegna þetta hefði aðeins gerst í sumum borgum. Þá þyrfti að athuga hvort skemmdarvargarnir ættu eitthvað sameiginlegt og úr hvaða þjóðfélagshópum þeir kæmu. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira