Segir að óeirðirnar muni setja varanlegan svip á breskt samfélag 14. ágúst 2011 12:02 Frá óeirðunum í Lundúnum í síðust viku. Mynd/AFP David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að óeirðarseggjum og skemmdarvörgum verði ekki sýnd nein miskunn, en alls hafa 1.276 verið handteknir. Cameron telur að óeirðirnar í Lundúnum muni setjan varanlegan svip á breskt samfélag. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að menn hafi gefið alls kyns skýringar á því sem gerðist í síðust viku, en óeirðirnar og skemmdarverkin í Bretlandi í síðustu viku séu einfaldlega glæpsamleg. Einungis fámennur hópur sé reiðubúinn til þess að brjóta af sér en um 100 þúsund fjölskyldur í Bretlandi standi afar illa fjárhagslega og félagslega. Þessar fjölskyldur kosti þjóðfélagið hundruð milljóna punda. Cameron segir í samtali við Sunday Telegraph í dag að þessar fjölskyldur þurfi á hjálp að halda og bresk stjórnvöld muni reyna að veita hana. Cameron segist ætla að innleiða harða stefnu gegn smáglæpum. Ekkert umburðarlyndi eða „zero-tolerance" stefna verður innleidd og hefur Cameron fengið Bill Bratton, fyrrum lögreglustjóra í Los Angeles og New York, til að veita bresku lögreglunni ráðgjöf og aðstoð. Bratton náði miklum árangri í New York eftir að Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjório, innleiddi þar nýja stefnu árið 1993 og fækkaði glæpum í borginni mikið eftir það.David Cameron, forsætisráðherra Bretlands Cameron, sem var gagnrýndur fyrir að snúa ekki strax heim úr sumarleyfi sínu í Toskana-héraði á Ítalíu til að bregðast við óeirðunum, segir við Sunday Telegraph að bresk stjórnvöld verði að sýna að öllum smáglæpum eins og eignaspjöllum verði tekið með mikilli hörku af lögreglu og dómstólum. Að öðrum kosti sé stutt í alvarlegri afbrot eins og vopnuð rán hjá afbrotamönnum sem fái að leika lausum hala. Cameron telur að óeirðirnar séu „risavaxinn atburður í lífi þjóðarinnar" og að það sem gerðist muni breyta ákveðnum hlutum til frambúðar og setja varanlegan svip á breskt samfélag. Alls voru 1.276 handteknir í tengslum við óeirðirnar í síðustu viku, en flestar handtökurnar voru í Lundúnum. Af þeim sem voru handteknir hafa 748 verið ákærðir. Fulltrúar lögreglunnar í Lundúnum segjast búast við handtökur vegna búðarhnupls, ofbeldis og skemmdarverka gætu orðið alls 3000 í borginni. Nick Clegg, varaforsætisráðherra, sagði í gær að bresk stjórnvöld myndu láta framkvæma sérstaka rannsókn á ástæðum óeirðanna og því sem gerðist í síðustu viku. Clegg sagði að það þyrfti að liggja fyrir hvers vegna þetta hefði aðeins gerst í sumum borgum. Þá þyrfti að athuga hvort skemmdarvargarnir ættu eitthvað sameiginlegt og úr hvaða þjóðfélagshópum þeir kæmu. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að óeirðarseggjum og skemmdarvörgum verði ekki sýnd nein miskunn, en alls hafa 1.276 verið handteknir. Cameron telur að óeirðirnar í Lundúnum muni setjan varanlegan svip á breskt samfélag. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að menn hafi gefið alls kyns skýringar á því sem gerðist í síðust viku, en óeirðirnar og skemmdarverkin í Bretlandi í síðustu viku séu einfaldlega glæpsamleg. Einungis fámennur hópur sé reiðubúinn til þess að brjóta af sér en um 100 þúsund fjölskyldur í Bretlandi standi afar illa fjárhagslega og félagslega. Þessar fjölskyldur kosti þjóðfélagið hundruð milljóna punda. Cameron segir í samtali við Sunday Telegraph í dag að þessar fjölskyldur þurfi á hjálp að halda og bresk stjórnvöld muni reyna að veita hana. Cameron segist ætla að innleiða harða stefnu gegn smáglæpum. Ekkert umburðarlyndi eða „zero-tolerance" stefna verður innleidd og hefur Cameron fengið Bill Bratton, fyrrum lögreglustjóra í Los Angeles og New York, til að veita bresku lögreglunni ráðgjöf og aðstoð. Bratton náði miklum árangri í New York eftir að Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjório, innleiddi þar nýja stefnu árið 1993 og fækkaði glæpum í borginni mikið eftir það.David Cameron, forsætisráðherra Bretlands Cameron, sem var gagnrýndur fyrir að snúa ekki strax heim úr sumarleyfi sínu í Toskana-héraði á Ítalíu til að bregðast við óeirðunum, segir við Sunday Telegraph að bresk stjórnvöld verði að sýna að öllum smáglæpum eins og eignaspjöllum verði tekið með mikilli hörku af lögreglu og dómstólum. Að öðrum kosti sé stutt í alvarlegri afbrot eins og vopnuð rán hjá afbrotamönnum sem fái að leika lausum hala. Cameron telur að óeirðirnar séu „risavaxinn atburður í lífi þjóðarinnar" og að það sem gerðist muni breyta ákveðnum hlutum til frambúðar og setja varanlegan svip á breskt samfélag. Alls voru 1.276 handteknir í tengslum við óeirðirnar í síðustu viku, en flestar handtökurnar voru í Lundúnum. Af þeim sem voru handteknir hafa 748 verið ákærðir. Fulltrúar lögreglunnar í Lundúnum segjast búast við handtökur vegna búðarhnupls, ofbeldis og skemmdarverka gætu orðið alls 3000 í borginni. Nick Clegg, varaforsætisráðherra, sagði í gær að bresk stjórnvöld myndu láta framkvæma sérstaka rannsókn á ástæðum óeirðanna og því sem gerðist í síðustu viku. Clegg sagði að það þyrfti að liggja fyrir hvers vegna þetta hefði aðeins gerst í sumum borgum. Þá þyrfti að athuga hvort skemmdarvargarnir ættu eitthvað sameiginlegt og úr hvaða þjóðfélagshópum þeir kæmu. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira