Erlent

Fjölskylda varð fyrir hnífsstunguárás - sex látnir

Eyjar Jersey er í Ermasundi
Eyjar Jersey er í Ermasundi Mynd úr safni
Sex eru látnir eftir fólskulega hnífsstunguárás á eyjunni Jersey í Ermasundi fyrr í dag. Svo virðist sem fjölskylda hafi orðið fyrir árásinni en á meðal þeirra látnu eru tvær konur, tveir menn og tvö ung börn.

Karlmaður um þrítugt er í haldi lögreglunnar á spítala á eyjunni en hann er sem stendur í aðgerð þar. Sjónvarvottur sagði við breska blaðið The Sun að sjúkraliðar hefðu verið útataðir í blóði og mikil skelfing hefði verið í augum þeirra.  

Málið er í rannsókn en lítið er vitað um árásina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×