Erlent

Heræfing í Kóreu veldur titringi

Suður-Kórea æfir sig í stríði.
Suður-Kórea æfir sig í stríði.
Bandaríkin og Suður-Kórea hafa hafið sameiginlega, tíu daga heræfingu á Kóreuskaganum. Æfingin er gríðarleg, samanstendur af 530.000 manns sem takast á við tölvugert stríðsástand. Suður-Kórea segir hana hugsaða til að auka viðbragðsflýti heraflsins á svæðinu. Æfingin felur meðal annars í sér þjálfun við að staðsetja og vinna á efnavopnum og kjarnorkuógn.

 

Norður-Kórea brást ævareið við æfingunni, kallaði hana „ódulbúna hótun" og „tilefnislausa árás á friðinn". Samband ríkjanna tveggja, Norður- og Suður-Kóreu, er viðkvæmt mjög og Norður-Kórea hefur lýst því yfir að þessi heræfing muni skaða sambandið enn frekar. Frá þeirra sjónarhóli er æfingin skref í átt að nýju stríði á Kóreuskaganum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×