Erlent

Hungursneyð í Afríku

Skortur í Sómalíu.
Skortur í Sómalíu.
Ástandið á austurhorni Afríku er einstaklega slæmt um þessar mundir. Eftir langvarandi þurrka og uppskerubresti er þar mikill skortur á matvælum og hráefnum.

 

Ekki bætir ástandið á heimsvísu úr skák. Á síðasta ári hefur verð á hráefnum almennt hækkað um 33%. Það hefur magnað áhrif þurrkanna í Afríku. Í nýrri skýrslu sem Alþjóðabankinn sendi frá sér er því velt upp að lífræn eldsneytisframleiðsla úr korni og maís hafi einnig slæm áhrif á matvælaverð. 

 

Talið er að á svæðum í Sómalíu þjáist yfir 40% barna af alvarlegri vannæringu. Tólf milljónir manna þurfa sárlega á hjálp að halda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×