Erlent

Hætt að eyða kókaínplöntum í Perú

Stjórnvöld í Perú hafa ákveðið að hætta eyðingu kókaínplanta í Huallaga dalnum þaðan sem mest af kókaíni kemur frá Perú.

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnvöldum verður eyðingu kókaínplantanna hætt tímabundið meðan að átakið verður endurmetið. Fyrri aðgerðir stjórnvalda í Perú til að uppræta kókaínplöntur í landinu hafa borið lítinn árangur.

Það var á stefnuskrá Ollanta Humala nýkjörins forseta landsins að hætta aðgerðum gegn þeim bændum sem stunda kókaínræktun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×