Erlent

Fyrsta bankaránið í sögunni

Myndin tengist fréttinni ekki beint
Myndin tengist fréttinni ekki beint Mynd úr safni
Íbúar á eyjunni Aitutaki á Kyrrahafi er brugðið eftir að fyrsta bankaránið í sögu eyjunnar var framið á dögunum.

Flogið var með auka lögreglumenn á eyjuna til að aðstoða lögreglumann sem er kominn á eftirlaun, við rannsókn á ráninu.

Talið er að ræningjarnir hafi komist á brott með að andvirði 20 milljóna króna. Lögreglan vildi ekki staðfesta þann orðróm að peningarnir hafi verið inni í skáp sem hafi verið læstur með venjulegum hengilás.

Tvö þúsund íbúar eru á eyjunni og er þeim brugðið að bankaræningi gangi laus á meðal þeirra. Flestir íbúana eru mjög trúaðir og er eyjan þekkt fyrir mikinn fjölda ferðamanna yfir sumartímann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×