Erlent

Sagðist vera 500 ára gömul vampíra

Lyle Bensley
Lyle Bensley
Lyle Bensley, nítján ára Bandaríkjamaður, braust inn á heimili nágranna síns á dögunum og reyndi að sjúga blóð úr hálsi hennar. Ástæðan: Hann telur sig vera 500 ára gamla vampíru.

Hann braust inn til nágrannakonu sinnar sem náði að sleppa frá honum á einhvern undanverðan hátt. Hún hringdi í lögregluna sem fundu hann stuttu síðar urrandi og blístrandi á bílastæði nálægt húsi konunnar. Hann var einungis í boxer-nærbuxum.

Þegar lögreglumenn yfirheyrðu hann á næstu lögreglustöð sagðist hann vera 500 ára gömul vampíra sem þyrfti að fóðra.

Strákurinn er nú í haldi og verður látinn sæta geðrannsókn á næstu dögum. Bensley hefur mikinn áhuga á vampíru-sögum og bíómyndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×