Erlent

Umdeilt frumvarp samþykkt á síðustu stundu

Umdeilt frumvarp um að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins var samþykkt af öldungadeild Bandaríkjaþings í dag, aðeins örfáum klukkustundum áður en frestur til þess rann út.

Lagafrumvarpið var samþykkt á fimmta tímanum í dag, eftir tilfinningaþrungnar umræður, til að koma í veg fyrir greiðslufall Bandaríkjanna.

Lögin auka lántökuheimildir ríkissjóðs um tvö þúsund og fjögur hundruð milljarða bandaríkjadollara. Þá er talið að lögin muni minnka fjárlagahalla ríkisins um tvö þúsund og eitt hundruð milljarða næsta áratug.

Frumvarpið var málamiðlum eftir langa deilu á milli Repúblikana, Demókrata og Obama bandaríkjaforseta. Þingið greiddi atkvæði um frumvarpið aðeins örfáum klukkustundum áður en fresturinn til að auka lántökuheimildir ríkissjóðs rann út, en bandaríska fjármálaráðuneytið taldi það ljóst að ef málið hefði ekki verið afgreitt innan frestsins hefðu Bandaríkin ekki getað staðið við skuldbindingar sínar. Enn er þó óvíst hvort matsfyrirtækin muni lækka lánshæfismat Bandaríkjana.

8998888



Fleiri fréttir

Sjá meira


×