Erlent

Binladen group og sádí-arabískur prins byggja heimsins hæsta turn

Kingdom tower.
Kingdom tower. Mynd/afp
Turninn mun bera nafnið Kingdom Tower og verður einn kílómeter á hæð, eða 172 metrum hærri en hæsta bygging heims í dag, Burj Khalifa.

Fjárfestingarfyrirtæki í eigu sádí-arabíska prinsins og milljarðamæringsins Prince Alwaleed bin Talal tilkynnti undirritun samnings um byggingu turnsins í dag, en framkvæmd verksins verður í höndum Saudi Binladen Group, samsteypunnar sem fer með eigur Bin Laden fjölskyldunnar.

Turninn verður seinna meir hluti af nýrri borg, Kingdom City, sem gert er ráð fyrir að breiði úr sér yfir rúmlega 5 ferkílómetra svæði fyrir norðan borgina Jeddah í Sádí-Arabíu. Í turninum er ráðgert að starfrækt verði hótel, auk þess sem þar verða reknar þjónustuíbúðir, lúxusíbúðir og skrifstofur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×