Erlent

Maður sem keyrði á ofurlöggu dæmdur í 23 mánaða fangelsi

Lögreglufulltrúinn Dan Pascoe hefur fengið viðurnefnið Véllöggan í erlendum miðlum, eftir að myndband birtist á vefnum þar sem hann sást rísa upp af götunni og hlaupa á eftir manni sem keyrði um á stolnum bíl, aðeins andartaki eftir árekstur við bílþjófinn.

Hinn 27 ára gamli Pascoe hljóp manninn uppi og yfirbugaði hann loks með hjálp rafbyssu þar sem hann var að reyna að klifra yfir grindverk. Bílþjófurinn Lee Adamson hóf í dag afplánun á 23 mánaða fangelsisdómi sínum.

Í myndbroti sem fylgir með fréttinni má sjá tilþrif lögreglumannsins, sem kveinkaði sér ekki, heldur nýtti kraftinn úr fallinu til að rúlla sér beint aftur upp á fætur, elta þrjótinn og handsama hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×