Erlent

Um 300 þúsund mótmæltu í Ísrael

Jónas Margeir Ingólfsson skrifar
Fjöldi fólks mótmælti í Tel Aviv. Mynd/ AFP.
Fjöldi fólks mótmælti í Tel Aviv. Mynd/ AFP.
Um það bil þrjú hundruð þúsund Ísraelar gengu um götur Tel Aviv og Jerúsalem til að mótmæla efnahagsástandinu í landinu. Mótmælendur segja skuldir hafa aukist á meðan verð á almennum neysluvörum og húsnæði hefur hækkað. Í samtali við breska ríkisútvarpið staðfesti lögreglan í Ísrael að tuttugu þúsund til viðbótar hafi komið saman í minni borgum og bæjum til að mótmæla.

Fréttaskýrendur telja það ljóst að ólgan í öðrum þjóðum miðausturlanda hafi hvatt Ísraela til að mótmæla ástandinu, þrátt fyrir að krafa þeirra sé ekki að ákveðnir stjórnmálamenn segi af sér. Nethanyahu, forsætisráðherra Ísrael lýsti því hins vegar í ávarpi sínu til mótmælenda að hann væri reiðubúinn að hitt formælendur þeirra og vinna að lausn verðbólgunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×