Erlent

Geithner verður áfram í embætti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Geithner hlustar á Barack Obama. Mynd/ AFP.
Geithner hlustar á Barack Obama. Mynd/ AFP.
Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar að sitja áfram í embætti til loka kjörtímabilsins hið minnsta. Hann hefur tilkynnt Barack Obama forseta landsins þetta, eftir því sem greint er frá á vef Bloomberg.

Vangaveltur hafa verið uppi um stöðu Geithners að undanförnu. Sjálfur sagði hann við hátt setta embættismenn fyrr á þessu ári að hann gæti hugsað sér að víkja úr embætti þegar samkomulag um að hækka skuldaþak næðist. Það náðist fyrr í vikunni.

Einnig hafa Repúblikanar skorað á Obama að víkja Geithner úr embætti eftir að lánshæfismat bandaríska ríkisins var lækkað.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×