Enski boltinn

Henderson hjá Liverpool: Ætla að komast á sama stall og Wilshere

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jordan Henderson.
Jordan Henderson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jordan Henderson er mjög spenntur fyrir fyrsta tímabilinu sínu með Liverpool og er staðráðinn að reyna fara sömu leið upp metorðastigann og Jack Wilshere gerði hjá Arsenal á síðustu tímabilum. Liverpool keypti Henderson á 16 milljónir punda frá Sunderland í sumar.

„Jack hefur bætt sig mjög mikið síðustu ár og hann hefur staðið sig mjög vel. Hann gerði góða hluti þegar hann var á láni hjá Bolton og það gaf honum sjálfstraust til að stimpla sig inn í Arsenal-liðið," sagði Jordan Henderson í viðtali á heimasíðu Liverpool.

„Vonandi get ég komið inn hjá Liverpool og staðið mig jafnvel og hann. Velgengni hans hefur ýtt við okkur, félögum hans í 21 árs liðinu, að reyna að ná sama árangri. Ég ætla að reyna að komast á sama stall og Wilshere," sagði Henderson.

Jordan Henderson mun hugsanlega spila sinn fyrsta úrvalsdeildarleik með Liverpool á móti sínum gömlu félögum í Sunderland á laugardaginn.

„Ég veit ekki hvaða móttökur ég fær frá stuðningsmönnum Sunderland því það er þeirra að ákveða það. Ég átti frábæran tíma þar og stuðningsmennirnir tóku mér mjög vel.  Ég sé enga ástæðu af hverju það ætti að breytast," sagði Henderson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×