Erlent

London logar

Frá óeirðunum í London
Frá óeirðunum í London Mynd/AFP
Óeirðirnar í Lundunum virðast engan endi ætla að taka því í kvöld hafa lögreglu- og slökkviliðsmenn barist við mótmælendur sem ganga hreinlega af göflunum.

Kveikt hefur verið í verslunarhúsnæði í Croydon, sem er hverfi í suður-London, en átök brutust út stuttu áður á milli mótmælenda og lögreglu.

Myndskeið sem fréttastofan SKY hefur sýnt í kvöld eru ótrúleg og til að mynda hefur hópur fólks brotist í verslanir við Oxford Circus, sem er vel þekkt verslunargata í miðborginni.

Ástæða mótmælanna er sú að lögregla skaut Mark Duggan til bana eftir að hann var handtekinn í síðustu viku. Síðan þá hafa óeirðaseggir mótmælt víðsvegar um höfuðborgina.

Í kvöld hafa hópur manna kveikt í bílum, brotist í verslanir og grýtt öllu lauslegu í lögreglumenn í Birmingham og Leeds.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ákvað í dag að snúa heim úr sumarleyfi til vegna atburðanna.

Myndskeið fréttastofunnar SKy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×