Innlent

Ber við minnisleysi en telur sig sekan

Sakborningurinn í heiðmerkurmálinu ber enn við minnileysi en telur þó að ekki komi til greina að annar aðili gæti átt sök í málinu en hann sjálfur.



Þetta kom fram í máli Sigríðar J. Friðjónsdóttur, saksóknara, að lokinni þingfestingu málsins í héraðsdómi Reykjaness nú fyrir stundu. Hún sagði einnig að réttarhöldin yrðu lokuð, en niðurstöður geðrannsókna bentu til þess að sakborningurinn væri ósakhæfur.

Sett hefur verið fram skaðabótakrafa í málinu af hálfu aðstandenda fórnarlambsins og tveggja ára sonar mannsins.

Maðurinn, sem er 25 ára gamall, varð barnsmóður sinni að bana í Heiðmörk í maí. Tveggja ára sonur þeirra sat í bílnum meðan maðurinn kyrkti barnsmóður sína, tuttugu og eins árs að aldri. Hann kom líkinu fyrir í farangursgeymslu bílsins og ók að Landspítalanum í Fossvogi, þar sem hann gaf sig fram og vísaði á líkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×