Erlent

Íslensk kona komst ekki út til að kaupa bleyjur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þessi mynd sýnir ástandið í Croydon hverfinu í gær. Þar býr Anna Margrét Vignisdóttir. Á innfelldu myndinni sést Anna ásamt syni sínum. Mynd/ AFP.
Þessi mynd sýnir ástandið í Croydon hverfinu í gær. Þar býr Anna Margrét Vignisdóttir. Á innfelldu myndinni sést Anna ásamt syni sínum. Mynd/ AFP.
„Við höfum ekki farið neitt út. Ég á tveggja ára gamlan son og við höfum bara verið að læsa okkur af," segir Anna Margrét Vignisdóttir, ung íslensk kona sem starfar sem fangavörður í Lundúnum. Hún segir að nú í kvöld beri mest á óeirðum í Manchester en í gær hafi verið töluverður órói og eyðilegging í Croydon. Hún býr sjálf í því hverfi ásamt tveggja ára gömlum syni sínum. Hún segir að það hafi verið gríðarlegir eldar í verslunargötum um 300 metrum frá íbúð hennar.

Anna segist hafa búið í Lundúnum í fimm ár og aldrei séð neitt líkt því sem sést nú í Lundúnum, hvorki óeirðunum né brynvörðu lögreglubílunum sem aka um göturnar. Hún segir þó að sonur sinn, sem sé tveggja ára gamall, hafi ekki sýnt að hann yrði var við það sem væri að gerast.

Vinkonurnar Anna og Lísa búa báðar í Croydon.
Anna segist hafa lent í vandræðum í dag þegar hún þurfti að kaupa bleyjur fyrir son sinn, en þá kom hún allsstaðar að lokuðum dyrunum. „Það var bara allt lokað þegar ég var að koma heim úr vinnunni," segir Anna Margrét. Lísa vinkona hennar, sem býr í næsta nágrenni við hana, náði þó að fara í verslun rétt fyrir utan Croydon og kaupa bleyjur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×