Enski boltinn

Antonio Valencia mun skrifa undir nýjan samning við Man Utd

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
David Gill, stjórnarformaður Manchester United, segir að Antonio Valencia muni skrifa undir langtímasamning í næstu viku.
David Gill, stjórnarformaður Manchester United, segir að Antonio Valencia muni skrifa undir langtímasamning í næstu viku. AFP
David Gill, stjórnarformaður Manchester United, segir að Antonio Valencia muni skrifa undir langtímasamning í næstu viku. Valencia, sem er frá Ekvador, er aðeins hálfnaður með samninginn sem hann skrifaði undir til fjögurra ára árið 2009 þegar hann var keyptur frá Wigan fyrir um 19 milljónir punda eða sem nemur  3,6 milljörðum kr.

Valencia er 25 ára gamall og leikur á hægri kantinum en talið er hann fái um 80.000 pund í laun á viku hjá Man Utd eftir að hann skrifar undir nýjan samning – sem er um 15 milljónir kr.

Gill segir ennfremur að félagið muni bjóða framherjanum Javier Hernandez frá Mexíkó nýjan samning til lengri tíma. Hernandez fór á kostum á sínu fyrsta tímabili með Man Utd og gerði mun meira en búist var við. Hernandez er með samning til fimm ára en Sir Alex Ferguson keypti hann frá Chivas Guadalajara fyrir um 7 milljónir punda s.l. sumar – sem eru um 1,3 milljarðar kr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×