Ráðleggur fólki að fá lánuð eldhús Helga Arnardóttir. skrifar 28. júlí 2011 13:05 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra ráðleggur fólki sem hyggur á matvælaframleiðslu fyrir kökubasara og önnur góð málefni að fá lánuð eldhús í grunnskólum eða félagsheimilum sem eru vottuð af eftirlitinu. Þannig sé hægt að mæta reglum um matvælaöryggi og baka í þágu góðs málstaðar. Greint hefur verið frá því í vikunni að hópur norðlenskra kvenna sem bakað hefur bollakökur til styrktar fæðingardeildinni á Akureyri hefur hætt við basarinn þar sem Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra gerði athugasemdir við baksturinn í heimahúsum. Í fyrra fékk basarinn góðar viðtökur. Kökur seldust fyrir fjögur hundruð þúsund krónur sem runnu óskiptar til fæðingardeildarinnar. „Það er ekki rétt að við höfum bannað kökubasara við hins vegar förum fram á að matvælaframleiðsla fari fram í vottuðum eldhúsum samkvæmt matvælalöggjöfinni," segir Alfreð Schiöth framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Aðstandendur basarsins hafa lýst yfir óánægju með þetta og segja miður að ekki sé hægt að afla fjár með þessum hætti. „Heilbrigðisfulltrúar um land allt hafa á undanförnum árum reynt að beina þessari starfsemi úr heimaeldhúsum í viðurkennda aðstöðu. Við þekkjum mörg dæmi þess að kvenfélög og aðrir hafa fengið aðstöðu í vottuðum skólaeldhúsum og félagsheimilum í góðri aðstöðu. Við höfum höfum fengið ágæt viðbrögð frá kvenfélögum og öðrum sem hafa gert það." Samkvæmt reglum í matvælaiðnaði verður framleiðslueldhúsið að vera vottað af heilbrigðiseftirlitinu og tiltekinnar aðstöðu er krafist. Kveðið er á um að eldhúsin séu með sérútbúinni handlaug og reksturinn sé ekki tengdur við íbúð. Hitastig þurfi að vera rétt og þrif viðunandi. Sé það ekki í lagi gæti það orsakað matvælaeitrun. Alfreð segir að matvælalöggjöfin hafi í mörg ár kveðið á um þetta en í ESB reglum sem innleiddar voru í fyrra er afdráttarlausara orðalag þar sem hnykkt er enn frekar á þessum atriðum í matvælaframleiðslu. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra ráðleggur fólki sem hyggur á matvælaframleiðslu fyrir kökubasara og önnur góð málefni að fá lánuð eldhús í grunnskólum eða félagsheimilum sem eru vottuð af eftirlitinu. Þannig sé hægt að mæta reglum um matvælaöryggi og baka í þágu góðs málstaðar. Greint hefur verið frá því í vikunni að hópur norðlenskra kvenna sem bakað hefur bollakökur til styrktar fæðingardeildinni á Akureyri hefur hætt við basarinn þar sem Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra gerði athugasemdir við baksturinn í heimahúsum. Í fyrra fékk basarinn góðar viðtökur. Kökur seldust fyrir fjögur hundruð þúsund krónur sem runnu óskiptar til fæðingardeildarinnar. „Það er ekki rétt að við höfum bannað kökubasara við hins vegar förum fram á að matvælaframleiðsla fari fram í vottuðum eldhúsum samkvæmt matvælalöggjöfinni," segir Alfreð Schiöth framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Aðstandendur basarsins hafa lýst yfir óánægju með þetta og segja miður að ekki sé hægt að afla fjár með þessum hætti. „Heilbrigðisfulltrúar um land allt hafa á undanförnum árum reynt að beina þessari starfsemi úr heimaeldhúsum í viðurkennda aðstöðu. Við þekkjum mörg dæmi þess að kvenfélög og aðrir hafa fengið aðstöðu í vottuðum skólaeldhúsum og félagsheimilum í góðri aðstöðu. Við höfum höfum fengið ágæt viðbrögð frá kvenfélögum og öðrum sem hafa gert það." Samkvæmt reglum í matvælaiðnaði verður framleiðslueldhúsið að vera vottað af heilbrigðiseftirlitinu og tiltekinnar aðstöðu er krafist. Kveðið er á um að eldhúsin séu með sérútbúinni handlaug og reksturinn sé ekki tengdur við íbúð. Hitastig þurfi að vera rétt og þrif viðunandi. Sé það ekki í lagi gæti það orsakað matvælaeitrun. Alfreð segir að matvælalöggjöfin hafi í mörg ár kveðið á um þetta en í ESB reglum sem innleiddar voru í fyrra er afdráttarlausara orðalag þar sem hnykkt er enn frekar á þessum atriðum í matvælaframleiðslu.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira