Sundlaugaverðir lenda í útistöðum við foreldra Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. júlí 2011 15:14 Hafþór B. Guðmundsson segir að Íslendingar séu of værukærir þegar kemur að öryggismálum í sundlaugum. Starfsmenn sundlauga lenda mjög oft í útistöðum við foreldra vegna kæruleysis. Foreldrarnir ætlast í sumum tilfellum til að starfsmennirnir taki að sér barnagæslu á meðan þeir sjálfir liggi í sólbaði. Þetta segir Hafþór B. Guðmundsson, lektor við HÍ að Laugarvatni. Hann á sæti í hópi á vegum Umhverfisstofnunar sem vinnur nú að endurskoðun reglugerðar um hollustuhætti á stundstöðum. Vísir greindi frá því í morgun að Anton Bjarnason, sundkennari til fjörtíu ára, var stöðvaður þegar hann ætlaði með fjögur barnabörn sín, sjö og tíu ára, í sundlaugina að Laugarvatni í gær. Ástæðan er reglur um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Samkvæmt þeim má ekki fara með fleiri en tvö börn yngri en tíu ára í sund, nema að um sé að ræða foreldri eða forráðamann barnanna. Hins vegar getur leiðbeinandi á sundnámskeiði verið með 15 börn í sinnu umsjá. Anton segir að þarna sé ekkert samræmi í reglunum. Hafþór segir það ekki rétt að barnabörn Antons hafi verið orðin tíu ára. Ef þau hefðu verið orðin það mættu þau fara ein í sund. Hann segir auk þess að reglugerðin sé mjög góð að flestu leyti. Íslendingar hafi verið of værukærir í öryggismálum á sundstöðum hingað til og því hafi þurft að breyta. Hann tekur hins vegar undir þær ábendingar sem Anton bendir á. Hann segir að reglugerðin fari til endurskoðunar í ágúst. Starfsmennirnir sem afgreiddu Anton hafi hins vegar brugðist hárrétt við miðað við það hvernig reglugerðin er núna. „Ég á von á því að menn muni klykkja betur á því hvað er forráðamaður," nefnir Hafþór sem dæmi um breytingar sem þyrfti að gera á reglugerðinni. Hann segist sjálfur eiga þrjú barnabörn sem hann fái stundum til sín um helgar. „Er ég ekki forráðamaður barnanna, ef ég er með barnabörnin hjá mér yfir helgi?" Tengdar fréttir Sundkennara meinað að fara með barnabörnin í sund Sundkennari til fjörtíu ára var stöðvaður þegar hann ætlaði með fjögur barnabörn sín í sundlaugina að Laugarvatni í gær. Ástæðan er nýjar reglur um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Samkvæmt reglunum er fullorðnum einstaklingi óheimilt að hafa fleiri en tvö börn með sér í sund, nema um sé að ræða foreldri eða forráðamann barna. 29. júlí 2011 11:13 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Starfsmenn sundlauga lenda mjög oft í útistöðum við foreldra vegna kæruleysis. Foreldrarnir ætlast í sumum tilfellum til að starfsmennirnir taki að sér barnagæslu á meðan þeir sjálfir liggi í sólbaði. Þetta segir Hafþór B. Guðmundsson, lektor við HÍ að Laugarvatni. Hann á sæti í hópi á vegum Umhverfisstofnunar sem vinnur nú að endurskoðun reglugerðar um hollustuhætti á stundstöðum. Vísir greindi frá því í morgun að Anton Bjarnason, sundkennari til fjörtíu ára, var stöðvaður þegar hann ætlaði með fjögur barnabörn sín, sjö og tíu ára, í sundlaugina að Laugarvatni í gær. Ástæðan er reglur um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Samkvæmt þeim má ekki fara með fleiri en tvö börn yngri en tíu ára í sund, nema að um sé að ræða foreldri eða forráðamann barnanna. Hins vegar getur leiðbeinandi á sundnámskeiði verið með 15 börn í sinnu umsjá. Anton segir að þarna sé ekkert samræmi í reglunum. Hafþór segir það ekki rétt að barnabörn Antons hafi verið orðin tíu ára. Ef þau hefðu verið orðin það mættu þau fara ein í sund. Hann segir auk þess að reglugerðin sé mjög góð að flestu leyti. Íslendingar hafi verið of værukærir í öryggismálum á sundstöðum hingað til og því hafi þurft að breyta. Hann tekur hins vegar undir þær ábendingar sem Anton bendir á. Hann segir að reglugerðin fari til endurskoðunar í ágúst. Starfsmennirnir sem afgreiddu Anton hafi hins vegar brugðist hárrétt við miðað við það hvernig reglugerðin er núna. „Ég á von á því að menn muni klykkja betur á því hvað er forráðamaður," nefnir Hafþór sem dæmi um breytingar sem þyrfti að gera á reglugerðinni. Hann segist sjálfur eiga þrjú barnabörn sem hann fái stundum til sín um helgar. „Er ég ekki forráðamaður barnanna, ef ég er með barnabörnin hjá mér yfir helgi?"
Tengdar fréttir Sundkennara meinað að fara með barnabörnin í sund Sundkennari til fjörtíu ára var stöðvaður þegar hann ætlaði með fjögur barnabörn sín í sundlaugina að Laugarvatni í gær. Ástæðan er nýjar reglur um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Samkvæmt reglunum er fullorðnum einstaklingi óheimilt að hafa fleiri en tvö börn með sér í sund, nema um sé að ræða foreldri eða forráðamann barna. 29. júlí 2011 11:13 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Sundkennara meinað að fara með barnabörnin í sund Sundkennari til fjörtíu ára var stöðvaður þegar hann ætlaði með fjögur barnabörn sín í sundlaugina að Laugarvatni í gær. Ástæðan er nýjar reglur um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Samkvæmt reglunum er fullorðnum einstaklingi óheimilt að hafa fleiri en tvö börn með sér í sund, nema um sé að ræða foreldri eða forráðamann barna. 29. júlí 2011 11:13