Erlent

Verstu þurrkar í hálfa öld - hjálparsamtök biðja um aðstoð

Mynd/Getty
Yfir tvær milljónir ungra barna þjást af vannæringu og um 500 þúsund þeirra eru þegar talin lífshættulega vannærð í Austur-Afríku í dag en mestu þurrkar í yfir hálfa öld geisa nú á svæðinu og ógna lífi og heilsu tíu milljón manna.

Þurrkunum hefur fylgt hækkandi matvælaverð og leita UNICEF (Barnahjálp Sameinuðu Þjóðanna) og hjálparsamtökin Barnaheill - Save the children því nú til almennings og óska eftir stuðningi vegna neyðaraðgerða á svæðinu.

Hægt er að styrkja neyðarstarf UNICEF með því að hringja í söfnunarsímanúmerin:

908-1000 (1.000 krónur)

908-3000 (3.000 krónur)

908-5000 (5.000 krónur)

Einnig er hægt að styrkja neyðarstarfið í gegnum heimasíðu UNICEF á Íslandi (unicef.is) eða með því að leggja inn á neyðarreikning samtakanna: 515-26-102040 (kt. 481203-2950).

Þeir sem vilja styðja hjálparstarf Barnaheilla -Save the Children í Sómalíu og víðar í Austur-Afríku er bent á eftirfarandi söfnunarsíma:

904 1900 (1.900 kr.)

904 2900 (2.900 kr.).

Einnig er hægt að leggja frjáls framlög á reikning samtakanna 0327-26-1989 (kt. 521089-1059)

Þeir sem vilja styðja hjálparstarf Barnaheilla –Save the Children í Sómalíu og víðar í Austur –Afríku er bent á söfnunarsíma samtakanna 904 1900 (1.900 kr.) og 904 2900 (2.900 kr.). Einnig er hægt að leggja frjáls framlög á reikning samtakanna 0327-26-1989 kt. 521089-1059




Fleiri fréttir

Sjá meira


×