Innlent

Kryfja óánægju meðal flugmanna

Mynd/Pjetur
Við blasir að flugmenn hjá Icelandair, og félagið verði að hefja samninagviðræður á ný, eftir að flugmenn felldu nýgerðan kjarasamning við félagið. Engar aðgerðir hafa verið boðaðar.

Samningurinn féll á naumum meirihluta þar sem 51% flugmanna voru andvíg samningnum en 49% voru honum meðmælt. 278 flugmenn höfðu kosningarétt og var kosningaþátttaka 79%. Einn seðill var auður, 109 samþykktu en 112 höfnuðu, þannig að aðeins munaði þremur atkvæðum.

Stjórn félalgs íslenskar atvinnuflugmanna kom saman í gærkvöldi til að fara yfir niðurstöðurnar, sem eru einsdæmi í sögu félgsins, en engar ákvarðanir voru teknar þar um hugsanlegar aðgerðir á borð við yfirvinnubann, sem flugmenn beittu fyrir skömmu. Þá ætlar samninganefnd flugmanna hjá Icelandair að koma saman í dag og reyna að kryfja í hverju óánægjan með samninginn liggur, en í stöðunni blasir við að hefja samningaviðræður við Icelandair á ný.


Tengdar fréttir

Flugmenn felldu kjarasamninginn

Atvinnuflugmenn felldu kjarasamning sem gerður var á dögunum. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar var kynnt í dag. Kjartan Jónsson, formaður félagsins, segir að 51% hafi greitt atkvæði á móti samningunum en 49% með.

Flugmenn ákveða næstu skref

Fundi stjórnar og samninganefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna lauk rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×