Innlent

Flugmenn felldu kjarasamninginn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Atvinnuflugmenn felldu kjarasamning sem gerður var á dögunum. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar var kynnt í dag. Kjartan Jónsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir að 51% hafi greitt atkvæði á móti samningunum en 49% með.

Flug Icelandair raskaðist nokkuð um daginn þegar flugmenn neituðu að vinna yfirvinnu vegna kjaradeilu við Icelandair. Kjartan segir að ekkert hafi verið ákveðið með frekari aðgerðir af þessu tagi. „Það er ekkert fyrirliggjandi um það ennþá," segir Kjartan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×