Erlent

Festist í loftræstiröri

Maðurinn var færður í fangageymslu strax eftir læknisskoðun.
Maðurinn var færður í fangageymslu strax eftir læknisskoðun.
Lögregla og slökkvilið í Bergen í Noregi komu manni til bjargar snemma í gærmorgun þar sem hann sat fastur í loftræstikerfi bílastæðahúss.

Ekki var hlaupið að því að losa manninn, sem kvartaði hátt undan sársauka. Á endanum losuðu slökkviliðsmenn rörið þar sem maðurinn sat og eftir um klukkutíma var hann laus og ómeiddur. Hann naut frelsis þó ekki lengi þar sem hann var færður í fangageymslu strax eftir læknisskoðun.

- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×