Erlent

Gaf sjö ára dóttur sinni sílikon í brjóstin í afmælisgjöf

Myndin tengist fréttinni ekki beint
Myndin tengist fréttinni ekki beint
Hin fimmtuga Sarah Burge gaf sjö ára gamalli dóttur sinni skírteini sem gerir henni kleift að fá sér sílikon í brjóstin. Dóttirin bað um að fá aðgerðina í afmælisgjöf og ákvað móðir hennar að uppfylla ósk hennar.

Ásamt brjóstastækkunaraðgerðinni gaf hún dóttur sinni, tölvu, kristal hring, hálsmen og dekur í spa.

"Það var draumi líkast þegar ég fékk afmælisgjafirnar, allir vinir mínir voru mjög öfundsjúkir út í mig," segir dóttirin, sem kölluð er Poppy. "Ég get ekki beðið eftir að vera með stór brjóst eins og mamma, brjóstin hennar eru svo flott."

Og afmælisveislan var ekki af verri endanum því Poppy drakk eftirlíkingu af kampavíni ásamt vini sínum auk þess sem allir gestir í veislunni fengu hand- og fótsnyrtingu.

Sarah á þrjár dætur, en eldri systur Poppy eru 17 og 25 ára, og eru þær báðar með botox í vörunum og sílikon í brjóstunum. Sarah hefur eytt yfir 90 milljónum króna í lýtaaðgerðir fyrir sig og dætur sínar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×