Erlent

Skaut kött í höfuðið með lásboga

Þótt kötturinn Spike eigi aðeins eftir átta líf verður hann að teljast með heppnari köttum. Hann lifði það nefnilega af að einhver fantur skaut hann í höfuðið með lásboga. Örin, eða boltinn eins og lásbogaskeytin eru kölluð fór alveg í gegnum höfuðið. Læknum tókst að ná henni út og Spike er óðum að hressast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×