Innlent

Yfir 20 þúsund manns í 25 ára afmæli Stöðvar 2

Það var líf og fjör á 25 ára afmælishátíð Stöðvar 2 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag þar sem áskrifendur í Stöð 2 Vild  og fjölskyldur þeirra gerðu sér glaðan dag í boði Stöðvar 2. Að vanda var afar fjölmennt en gert er ráð fyrir að hátt í 20 þús manns hafi verið í garðinum þegar hæst stóð, í mildu og góðu veðri.

 

Boðið var uppá fjölbreytt skemmtiatriði á afmælishátíðinni, tilvalin fyrir börn á öllum aldri. Meðal þeirra sem komu fram voru Íþróttaáflurinn, Solla Stirða og Glanni Glæpur úr Latabæ, félagarnir Sveppi og Villi og vinkonurnar Skoppa og Skrítla sem glöddu yngstu gestina.

Söngstjarnan Jóhanna Guðrún tók lagið auk þess sem Steindi jr. og Ásgeir stigu á stokk, sem og Friðrik Dór, Jón Jónsson og Helgi Björnsson. Í garðinum voru hoppukastalar fyrir börnin og frítt í öll leiktæki. Þegar hungrið sagði til sín gátu allir fengið sér pylsu og svaladrykk.

Hægt er að sjá myndir frá deginum í myndaalbúminu hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×