Betur reknir skólar og öflugra starf er markmiðið 19. apríl 2011 14:41 Jón Gnarr borgarstjóri segir að markmiðið með sameiningaráformum í skólum og leiksskólum borgarinnar sé að ná fram betur reknum skólum og öflugra skólastarfi. Sameiningaráformin verða að öllum líkindum samþykkt í borgarstjórn síðar í dag en borgarráð samþykkti tillöguna í gær. Jón Gnarr bendir á að ekki sé verið að loka húsnæði og að ekki sé um að ræða breytingar á öllu skólastarfi í Reykjavík. Fyrst og fremst sé um að ræða hagræðingu og sparnað í yfirstjórn. Með breytingunum segir Jón unnt að spara um 300 milljónir króna á næsta ári og rúman milljarð á næstu þremur og hálfa ári. Borgarstjóri segist hafa heyrt það frá flestum íbúum borgarinnar sem hann hafi rætt málið við að skilningur sé á því að það þurfi að spara. Fólki hafi hinsvegar fundist málið unnið með of miklum hraða og kvörtuðu margir yfir skorti á samráði. Jón Gnarr segist hinsvegar viss um að með þeim breytingum sem gerðar hafi verið á upprunalegu tillögunum hafi verið komið til móts við athugasemdir sem bárust. Þá fór borgarstjóri yfir hina tillöguna sem til umræðu er í borgarstjórn í dag en það að hefja undirbúning að sameiningu leikskólasviðs og menntasviðs auk þess sem verkefni sem nú eru á skrifstofu tómstundamála á íþrótta- og tómstundasviði verði færð á þetta sameiginlega svið. Jón segir að börn og ungmenni eigi að vera í fyrirrúmi í allri þjónustu og stefnt skuli að því að skipulagning skólastarfsins verði heildstæðari og henti börnum og foreldrum sem best. Rekstrarlegur ávinningur skóla og frístundaheimila sé einnig óumdeilanlegur. Þá eigi ekki að skipta máli undir hvaða svið menn heyri, heldur þurfi borgarbúar að taka höndum saman og búa til það besta úr sameinuðum sviðum. Að lokum þakkaði borgarstjóri sviðstjórum fyrir gott starf í gott starf í þágu borgarinnar í gegnum árin og starfsfólki og íbúum Reykjavíkur óskaði hann gleðilegra páska. Tengdar fréttir Vilja hætta við allar sameiningar Stjórnendur þeirra leikskóla sem sameina á í Reykjavík krefjast þess að fallið verði frá hugmyndum um sameiningu, þar sem innan veggja skólanna ríki gjörólík hugmyndafræði. Ekkert réttlæti sé falið í því að börn í 25 af 76 leikskólum borgarinnar taki á sig afleiðingar af niðurskurði leikskólasviðs. 19. apríl 2011 04:00 Svona verður sameiningin í skólakerfinu Borgarráð samþykkti í gær að hefja undirbúning að sameiningu leikskólasviðs og menntasviðs. Ennfremur var samþykkt að færa verkefni sem nú eru á skrifstofu tómstundamála á íþrótta- og tómstundasviði á þetta sameiginlega svið. Þá samþykkti borgarráð jafnframt umfangsmiklar tillögur um samreksturs og/eða sameiningar leikskóla, gunnskóla og frístundaheimila í Reykjavíkurborg. Málinu var vísað til borgarstjórnar sem tekur endanlega ákvörðun um það á fundi í dag. 19. apríl 2011 09:15 Segja stjórnsýslulegt stórslys í vændum Á fundi borgarstjórnar í dag verður fjallað um og afgreiddar tillögur um sameiningar á leik- og grunnskólum, og frístundaheimilum Reykjavíkurborgar. "Ef fyrirliggjandi tillögur meirihluta borgarstjórnar verða samþykktar er um stjórnsýslulegt stórslys að ræða þar sem tillögurnar fara gegn fjölmörgum umsögnum og álitsgerðum fagaðila á borð við umboðsmann barna, menntavísndasvið Háskóla Íslands og Menntamálaráðuneytið,“ segir í tilkynningu frá regnhlífarsamtökunum Börn.is. Fulltrúar samtakanna verða á pöllunum í ráðhúsinu þegar fundurinn hefst, klukkan 14.00. Þeir skora á alla foreldra, skólastjórnendur og kennara til að mæta "... og hvetja þannig meirihlutann til að sýna það hugrekki að bakka með þessar vondu tillögur,“ segir í tilkynningunni. 19. apríl 2011 08:24 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Jón Gnarr borgarstjóri segir að markmiðið með sameiningaráformum í skólum og leiksskólum borgarinnar sé að ná fram betur reknum skólum og öflugra skólastarfi. Sameiningaráformin verða að öllum líkindum samþykkt í borgarstjórn síðar í dag en borgarráð samþykkti tillöguna í gær. Jón Gnarr bendir á að ekki sé verið að loka húsnæði og að ekki sé um að ræða breytingar á öllu skólastarfi í Reykjavík. Fyrst og fremst sé um að ræða hagræðingu og sparnað í yfirstjórn. Með breytingunum segir Jón unnt að spara um 300 milljónir króna á næsta ári og rúman milljarð á næstu þremur og hálfa ári. Borgarstjóri segist hafa heyrt það frá flestum íbúum borgarinnar sem hann hafi rætt málið við að skilningur sé á því að það þurfi að spara. Fólki hafi hinsvegar fundist málið unnið með of miklum hraða og kvörtuðu margir yfir skorti á samráði. Jón Gnarr segist hinsvegar viss um að með þeim breytingum sem gerðar hafi verið á upprunalegu tillögunum hafi verið komið til móts við athugasemdir sem bárust. Þá fór borgarstjóri yfir hina tillöguna sem til umræðu er í borgarstjórn í dag en það að hefja undirbúning að sameiningu leikskólasviðs og menntasviðs auk þess sem verkefni sem nú eru á skrifstofu tómstundamála á íþrótta- og tómstundasviði verði færð á þetta sameiginlega svið. Jón segir að börn og ungmenni eigi að vera í fyrirrúmi í allri þjónustu og stefnt skuli að því að skipulagning skólastarfsins verði heildstæðari og henti börnum og foreldrum sem best. Rekstrarlegur ávinningur skóla og frístundaheimila sé einnig óumdeilanlegur. Þá eigi ekki að skipta máli undir hvaða svið menn heyri, heldur þurfi borgarbúar að taka höndum saman og búa til það besta úr sameinuðum sviðum. Að lokum þakkaði borgarstjóri sviðstjórum fyrir gott starf í gott starf í þágu borgarinnar í gegnum árin og starfsfólki og íbúum Reykjavíkur óskaði hann gleðilegra páska.
Tengdar fréttir Vilja hætta við allar sameiningar Stjórnendur þeirra leikskóla sem sameina á í Reykjavík krefjast þess að fallið verði frá hugmyndum um sameiningu, þar sem innan veggja skólanna ríki gjörólík hugmyndafræði. Ekkert réttlæti sé falið í því að börn í 25 af 76 leikskólum borgarinnar taki á sig afleiðingar af niðurskurði leikskólasviðs. 19. apríl 2011 04:00 Svona verður sameiningin í skólakerfinu Borgarráð samþykkti í gær að hefja undirbúning að sameiningu leikskólasviðs og menntasviðs. Ennfremur var samþykkt að færa verkefni sem nú eru á skrifstofu tómstundamála á íþrótta- og tómstundasviði á þetta sameiginlega svið. Þá samþykkti borgarráð jafnframt umfangsmiklar tillögur um samreksturs og/eða sameiningar leikskóla, gunnskóla og frístundaheimila í Reykjavíkurborg. Málinu var vísað til borgarstjórnar sem tekur endanlega ákvörðun um það á fundi í dag. 19. apríl 2011 09:15 Segja stjórnsýslulegt stórslys í vændum Á fundi borgarstjórnar í dag verður fjallað um og afgreiddar tillögur um sameiningar á leik- og grunnskólum, og frístundaheimilum Reykjavíkurborgar. "Ef fyrirliggjandi tillögur meirihluta borgarstjórnar verða samþykktar er um stjórnsýslulegt stórslys að ræða þar sem tillögurnar fara gegn fjölmörgum umsögnum og álitsgerðum fagaðila á borð við umboðsmann barna, menntavísndasvið Háskóla Íslands og Menntamálaráðuneytið,“ segir í tilkynningu frá regnhlífarsamtökunum Börn.is. Fulltrúar samtakanna verða á pöllunum í ráðhúsinu þegar fundurinn hefst, klukkan 14.00. Þeir skora á alla foreldra, skólastjórnendur og kennara til að mæta "... og hvetja þannig meirihlutann til að sýna það hugrekki að bakka með þessar vondu tillögur,“ segir í tilkynningunni. 19. apríl 2011 08:24 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Vilja hætta við allar sameiningar Stjórnendur þeirra leikskóla sem sameina á í Reykjavík krefjast þess að fallið verði frá hugmyndum um sameiningu, þar sem innan veggja skólanna ríki gjörólík hugmyndafræði. Ekkert réttlæti sé falið í því að börn í 25 af 76 leikskólum borgarinnar taki á sig afleiðingar af niðurskurði leikskólasviðs. 19. apríl 2011 04:00
Svona verður sameiningin í skólakerfinu Borgarráð samþykkti í gær að hefja undirbúning að sameiningu leikskólasviðs og menntasviðs. Ennfremur var samþykkt að færa verkefni sem nú eru á skrifstofu tómstundamála á íþrótta- og tómstundasviði á þetta sameiginlega svið. Þá samþykkti borgarráð jafnframt umfangsmiklar tillögur um samreksturs og/eða sameiningar leikskóla, gunnskóla og frístundaheimila í Reykjavíkurborg. Málinu var vísað til borgarstjórnar sem tekur endanlega ákvörðun um það á fundi í dag. 19. apríl 2011 09:15
Segja stjórnsýslulegt stórslys í vændum Á fundi borgarstjórnar í dag verður fjallað um og afgreiddar tillögur um sameiningar á leik- og grunnskólum, og frístundaheimilum Reykjavíkurborgar. "Ef fyrirliggjandi tillögur meirihluta borgarstjórnar verða samþykktar er um stjórnsýslulegt stórslys að ræða þar sem tillögurnar fara gegn fjölmörgum umsögnum og álitsgerðum fagaðila á borð við umboðsmann barna, menntavísndasvið Háskóla Íslands og Menntamálaráðuneytið,“ segir í tilkynningu frá regnhlífarsamtökunum Börn.is. Fulltrúar samtakanna verða á pöllunum í ráðhúsinu þegar fundurinn hefst, klukkan 14.00. Þeir skora á alla foreldra, skólastjórnendur og kennara til að mæta "... og hvetja þannig meirihlutann til að sýna það hugrekki að bakka með þessar vondu tillögur,“ segir í tilkynningunni. 19. apríl 2011 08:24